Um Okkur

Pæjur og Pollar barnavöruverslun er fjölskyldufyrirtæki frá árinu 2010. Við erum netverslun sem að sérhæfir sig í að bjóða upp á fallegar og vandaðar vörur á hagstæðu verði.  Við bjóðum aðeins upp á merkja vörur sem standast kröfur. Greiddar pantanir sendast út daglega af lager okkar í Kópavogi. Allar vörurnar sem við seljum eru til á lager.

Við leggjum kappkosts að veita góða og áræðanlega þjónustu til viðskiptavina okkar með nokkrum útfærslum af sendingarmöguleikum.

Öllum er velkomið að hafa samband við okkur á emailið: fyrirspurn@paejurogpollar.is eða á facebookar síður verslunarinnar.

 

Afhending vöru:

Heimsending:

Viðskiptavinum okkar gefst færi á að velja um sendingarmöguleika við kaup. Við sendum almennar heimsendingar innanlands sem taka um 2-4 virka daga,  og er sú þjónusta gjaldfrjáls. Ef pöntuninn kemst í umslag fær viðskiptavinur okkar hana í gegnum lúguna hjá sér, ef sendinginn er stærri er hún send á pósthús viðskiptavinar.

Varðandi heimsendingar erlendis er bent á að senda email: fyrirspurn@paejurogpollar.is áður en pöntun er staðfest. En gjald fer eftir þyngd og sendingarlandi.

 

Sótt greidd pöntun:

Viðskiptavinum okkar gefst tækifæri á því að sækja greiddar pantanir alla föstudaga á milli klukkan 16:15-18:00 á lager okkar í Kópavogi. Heimilisfang er sent í tölvupósti eftir að pöntun er greidd. Pöntun þarf að vera komin fyrir klukkan 22:00 kvöldinu áður. Ef ekki er sótt greidd pöntun á föstudegi sendum við pöntunina næsta virka dag með almennri heimsendingu.

 

Greiðslumöguleikar.

Hægt er að greiða með Netgíró eða millifærslu en greiða skal pöntun innan 24 tíma, eftir þann tíma fellur pöntun niður.

 

Skil og skipti.

Varðandi skil og skipti er bent á vefviðmót á heimasíðu okkar. Ekkert mál er að fá endurgreidda eða skipta vöru sem er í upprunalegu ástandi ef að hún hentar ekki.

 

 

Við viljum senda þér ósku um ánægjulegan dag.

María E. Guðbrandsdóttir maria@paejurogpollar.is og Árni H Brynjarsson arni@paejurogpollar.is